Elihu Root | |
---|---|
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 19. júlí 1905 – 27. janúar 1909 | |
Forseti | Theodore Roosevelt |
Forveri | John Hay |
Eftirmaður | Robert Bacon |
Stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 1. ágúst 1899 – 31. janúar 1904 | |
Forseti | William McKinley Theodore Roosevelt |
Forveri | Russell A. Alger |
Eftirmaður | William Howard Taft |
Öldungadeildarþingmaður fyrir New York | |
Í embætti 4. mars 1909 – 3. mars 1915 | |
Forveri | Thomas C. Platt |
Eftirmaður | James Wadsworth |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 15. febrúar 1845 Clinton, New York, Bandaríkjunum |
Látinn | 7. febrúar 1937 (91 árs) New York, New York, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Clara Wales |
Háskóli | Hamilton-háskóli New York-háskóli |
Atvinna | Stjórnmálamaður |
Verðlaun | Friðarverðlaun Nóbels (1912) |
Undirskrift |
Elihu Root (15. febrúar 1845 – 7. febrúar 1937) var bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður úr Repúblikanaflokknum. Hann var utanríkisráðherra Bandaríkjanna á forsetatíð Theodores Roosevelt og þar áður stríðsmálaráðherra í ríkisstjórnum Roosevelts og forvera hans, Williams McKinley. Root hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1912 fyrir sáttagerðir sínar í ýmsum milliríkjadeilum, meðal annars landamæradeilu Breta og Bandaríkjamanna um mörk Alaska og Kanada.