Sir Elton John | |
---|---|
![]() John á Glastonbury Festival 2023 | |
Fæddur | Reginald Kenneth Dwight 25. mars 1947 |
Störf |
|
Ár virkur | 1962–í dag |
Maki |
|
Börn | 2 |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgefandi |
|
Vefsíða | eltonjohn |
Sir Elton Hercules John (f. Reginald Kenneth Dwight; 25. mars 1947) er enskur tónlistarmaður, píanóleikari og lagahöfundur. John braust fram á sjónarsviðið á 8. áratugnum og átti farsælt samstarf við lagahöfundinn Bernie Taupin. John er einn farsælasti sólólistamaður allra tíma. Lífi hans var gert skil í kvikmyndinni Rocketman (2019).
Árið 2000 spilaði Elton John á Laugardalsvelli[1] fyrir um 10.000 manns. Hann kom aftur árið 2007 og spilaði í einkaveislu Ólafs Ólafssonar, kenndan við Samskip. [2]
Elton ákvað að fara í kveðjutónleikatúr frá 2018–2021, en hann frestaðist vegna Covid-19. John spilaði sína síðustu tónleika árið 2023.[3] John spilaði sína síðustu tónleika í Stokkhólmi 8. júlí 2023. Hann var virkur tónlistarmaður í 61 ár, og gaf út 31 breiðskífur.
John var stjórnarmaður í knattspyrnufélaginu Watford FC um nokkra hríð.