Emily Greene Balch | |
---|---|
![]() | |
Fædd | 8. janúar 1867 |
Dáin | 9. janúar 1961 (94 ára) |
Þjóðerni | Bandarísk |
Menntun | Bryn Mawr-háskóli |
Störf | Rithöfundur, hagfræðingur, kennari |
Trú | Kvekari (áður Únitari) |
Verðlaun | ![]() |
Emily Greene Balch (8. janúar 1867 – 9. janúar 1961) var bandarískur hagfræðingur, félagsfræðingur og friðarsinni. Balch var lengi kennari við Wellesley-háskóla og vann um leið við rannsóknir á málefnum eins og fátækt, barnaþrælkun og aðflutningi fólks, auk þess sem hún vann við uppbyggingu landnemabyggða til þess að koma innflytjendum til hjálpar og til að draga úr afbrotamennsku ungmenna.
Balch hóf störf í hreyfingum friðarsinna við byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1914 og vann með Jane Addams frá Chicago. Balch varð einn helsti leiðtogi Alþjóðafélags kvenna fyrir friði og frelsi í Sviss og vann friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín árið 1946.