Englandsbanki (e. Bank of England) er seðlabanki Stóra-Bretlands og er í eigu breska ríkisins. Hann var stofnaður árið 1694. Bankinn hefur einkarétt á prentun peningaseðla í Englandi og Wales. Peningamálastefnu Englands er stjórnað af nefnd á vegum bankans.
Höfuðstöðvar bankans hafa verið á Threadneedle-götu í fjármálahverfi Lundúnaborgar frá 1734. Byggingin er kölluð The Old Lady (þ.e. gamla hefðarfrúin). Núverandi bankastjóri Englandsbanka er Andrew Bailey, sem tók við 2020 af Mark Carney.