Ernesto Teodoro Moneta | |
---|---|
![]() | |
Fæddur | 20. september 1833 |
Dáinn | 10. febrúar 1918 (84 ára) |
Þjóðerni | Ítalskur |
Menntun | Háskólinn í Pavia |
Störf | Blaðamaður, rithöfundur, byltingarmaður |
Maki | Ersilia Caglio (g. 1875) |
Verðlaun | ![]() |
Ernesto Teodoro Moneta (20. september 1833 – 10. febrúar 1918) var ítalskur blaðamaður, þjóðernissinni, byltingarhermaður og síðar friðarsinni sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1907. Hann tók upp kjörorðin In varietate unitas!, sem síðar urðu kenniorð Evrópusambandsins.