Evra ευρώ | |
---|---|
Land | Evrusvæðið |
Skiptist í | 100 sent |
ISO 4217-kóði | EUR |
Skammstöfun | € / c |
Mynt | 1c, 2c, 5c, 10c, 20c, 50c, €1, €2 |
Seðlar | €5, €10, €20, €50, €100, €200, €500 |
Evran (€; ISO 4217 kóði: EUR) er opinber gjaldmiðill í 20 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þessi hópur ríkja er þekktur sem evrusvæðið[1] og telur um 350 milljónir borgara frá 2024. Evran er næststærsti gjaldmiðillinn á gjaldeyrismarkaði á eftir Bandaríkjadal. Ein evra skiptist í 100 sent.
Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt í samvinnu við seðlabanka aðildarríkja.
Evran er einnig notuð opinberlega af stofnunum Evrópusambandsins, ásamt fjórum evrópskum smáríkjum sem ekki hafa aðild að Evrópusambandinu, auk þess að vera einhliða notuð sem gjaldmiðill Svartfjallalands og Kosóvó. Utan Evrópu nota ýmis stjórnsýslusvæði sem tilheyra ríkjum Evrópusambandsins evru sem gjaldmiðil. Þess utan notuðu 240 milljónir manna utan Evrópu gjaldmiðla sem eru bundin við evruna.
Evran er önnur mesta notaða varasjóðsmynt heims á Bandaríkjadal, auk þess að næst mest gjaldmiðillinn á gjaldeyrismörkuðum heimsins eftir Bandaríkjadal. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 20,48% af gjaldeyrisvarasjóðum heims í Evru og hefur farið hækkandi síðari ár. 61,94% af gjaldeyrisvarasjóðum er í Bandaríkjadal.[2]