Expo 86

Einteinungur á Expo 86.

Heimssýning um samgöngur og samskipti 1986 (enska: 1986 World Exposition on Transportation and Communication) eða Expo 86 var heimssýning sem var haldin í Vancouver í Kanada frá 2. maí til 13. október 1986. Yfirskrift sýningarinnar var „heimur á hreyfingu, heimur í sambandi“ („World in Motion - World in Touch“) og þemað voru samgöngur og samskipti. Sýningin fór saman við hundrað ára afmæli Vancouver. Hún fór fram á norðurbakka False Creek. Þetta var í annað skipti sem heimssýning var haldin í Kanada, en Expo 67 var haldin í Montreal árið 1967.

54 lönd og fjölmörg fyrirtæki voru með útstillingar á sýningunni. Karl Bretaprins og Díana prinsessa opnuðu sýninguna 2. maí, ásamt forsætisráðherra Kanada, Brian Mulroney.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne