Falstur

Kort sem sýnir Falstur (litað rautt).

Falstur (danska: Falster) er eyja við suðurströnd Sjálands í Danmörku. Hún tengist Sjálandi með Stórstraumsbrúnni og Farøbrúnni um Farø, en hún tengist einnig Lálandi með tveimur brúm og göngum undir Gullborgarsund.

Á Falstri búa um 44.000 manns í yfir tuttugu bæjarfélögum. Stærsti bærinn er Nykøbing Falster með tæplega 17.000 íbúa. Uppruni heitisins er óviss, en helst er giskað á tengsl við forn-sænska orðið fala og slavneska orðið polje, sem merkir slétta.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne