Lífvísindi 19. öld | |
---|---|
![]() | |
Nafn: | Ferdinand Cohn |
Fæddur: | 24. janúar 1828 í Breslau í Neðri-Slésíu (nú Wrocław í Póllandi) |
Látinn | 25. júní 1898 á sama stað |
Svið: | Örverufræði |
Helstu viðfangsefni: |
Bakteríur, hitaþolni, dvalargró |
Markverðar uppgötvanir: |
Flokkun baktería eftir formgerð, Myndun hitaþolinna dvalargróa |
Helstu ritverk: | Zur Naturgeschichte des Protococcus Pluvialis Bonn, 1851, Die Menschheit und die Pflanzenwelt Breslau, 1851, Der Haushalt der Pflanzen Leipzig, 1854, Untersuchungen über die Entwicklungsgeschichte der Mikroskopischen Algen und Pilze Bonn, 1854, Neue Untersuchungen über Bakterien Bonn, 1872-1875, Die Pflanze Leipzig, 1882 |
Alma mater: | Humboldt-háskólinn í Berlín 1847 |
Helstu vinnustaðir: |
Háskólinn í Breslau |
Verðlaun og nafnbætur: |
Leeuwenhoek-orðan 1885, gullorða Linnean Society 1895 |
Ferdinand Julius Cohn (fæddur 24. janúar 1828, dáinn 25. júní 1898) var þýskur grasafræðingur og örverufræðingur. Hann er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað hitaþolin dvalargró, en sumar bakteríur, til dæmis Bacillus og Clostridium tegundir, mynda slík gró til að verjast óhagstæðum umhverfisaðstæðum á borð við hátt hitastig eða næringarefnaskort. Hann var einnig meðal þeirra sem fyrst reyndu að flokka bakteríur á kerfisbundinn hátt.