Filippus 5. (1292 – 3. janúar 1322) eða Filippus hávaxni var konungur Frakklands og Navarra (sem Filippus 2.) og greifi af Champagne frá 1316 til dauðadags. Hann var í miðið af þremur bræðrum sem allir urðu konungar Frakklands. Hefur hann verið talinn hæfastur þeirra á konungsstóli og er sagður hafa verið vel gefinn og snjall stjórnandi, enda var hann almennt nokkuð vel liðinn þótt hann þyrfti að byrja á að takast á við vandamál sem faðir hans og Loðvík bróðir hans (konungur Frakklands 1314-1316) höfðu skilið eftir sig.