Ford Motor Company (NYSE: F) er bandarískur bifreiðaframleiðandi. Fyrirtækið er staðsett í Dearborn í Michigan og var stofnað 16. júní 1903 af Henry Ford. Ford á mörg bílavörumerki eins og Lincoln, Mercury og sænska vörumerkið Volvo. Ford á einnig stóra hluti í Mazda og Aston Martin.
Velgengni fyrirtækisins hófst árið 1908 þegar Ford T-bíllinn var settur á markað þann 12. ágúst 1908. Ford ruddi brautina í fjöldaframleiðslu bíla, með einkennandi færibandaframleiðslu. Aðferðir Henry Ford við framleiðslu bíla kallast fordismi og var hugtakinu fyrst varpað fram fyrir 1914.