Fornaldarheimspeki vísar venjulega til heimspeki vestrænnar fornaldar, einkum grískrar heimspeki tímabilsins en einnig rómverskrar. Fornaldarheimspeki er venjulega skipt í þrjú tímabil: forvera Sókratesar, klassíska heimspeki og helleníska heimspeki. Einnig er oft talað um rómverska heimspeki sem sérstakt tímabil þótt rómversk heimspeki sé í raun vart annað en áframhald hellenískrar heimspeki innan Rómaveldis. Þá er tíminn frá 3. öld stundum nefndur síðfornöld og heimspeki þess tíma heimspeki síðfornaldar.