Forseti Egyptalands

Forseti Arabalýðveldisins Egyptalands
رئيس جمهورية مصر العربية
Innsigli
Embættisfáni
Núverandi
Abd al-Fattah as-Sisi

síðan 8. júní 2014
Opinbert aðseturHeliopolis-höll, Kaíró, Egyptalandi
KjörtímabilSex ár,
allt að tvenn kjörtímabil
LagaheimildStjórnarskrá Egyptalands (2014)
ForveriKonungur Egyptalands og Súdans
Stofnun18. júní 1953; fyrir 71 ári (1953-06-18)
Fyrsti embættishafiMúhameð Naguib
StaðgengillVaraforseti Egyptalands
Laun2.224.548 egypsk pund á ári[1]
Vefsíðawww.presidency.eg

Forseti Arabalýðveldisins Egyptalands ( رئيس جمهورية مصر ) er þjóðhöfðingi Egyptalands og sá sem útnefnir opinberan ríkisstjórnarleiðtoga landsins samkvæmt stjórnarskrá landsins frá árinu 2014. Samkvæmt stjórnarskrám landsins frá egypsku byltingunni 1952 er forsetinn jafnframt æðsti leiðtogi egypska hersins og handhafi framkvæmdavalds egypsku ríkisstjórnarinnar.[2]

Sex manns hafa gegnt embætti forseta frá því að konungdæmið var leyst upp árið 1953, auk þess sem nokkrir hafa gegnt embættinu til bráðabirgða. Fyrsti forsetinn var Múhameð Naguib, síðan Gamal Abdel Nasser og svo Anwar Sadat. Næstur kom Hosni Mubarak og síðan Múhameð Morsi. Núverandi forseti er Abd al-Fattah as-Sisi, sem hefur verið í embætti frá 8. júní 2014.

  1. „Salary Abdel Fattah Al Sisi“. 10 nóvember 2023.
  2. Kingsley, Patrick (8 júní 2014). „Egypt's Sisi sworn in as president“. the Guardian. Sótt 6 júlí 2023.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne