Francis Bacon (heimspekingur)

Francis Bacon
Francis Bacon
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. janúar 1561
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilNýaldarheimspeki,
(Heimspeki 16. aldar,
Heimspeki 17. aldar)
Skóli/hefðRaunhyggja
Helstu ritverkNýja verkfærið, Nýja Atlantis
Helstu kenningarNýja verkfærið, Nýja Atlantis
Helstu viðfangsefniÞekkingarfræði, Vísindaheimspeki

Francis Bacon (22. janúar 15619. apríl 1626) var enskur heimspekingur, lögfræðingur, rithöfundur og stjórnmálamaður. Hann gagnrýndi ríkjandi heimspeki háskólanna. Í staðinn fylgdi hann raunhyggju, enda stundum nefndur faðir raunhyggjunnar. Bacon taldi að maðurinn ætti að treysta því sem skilningarvitin segðu honum. Hann sagði að þekking væri lykillinn að því að geta stjórnað náttúrunni og þar með bætt líf manna. Frá honum er komin hin fræga setning „mennt er máttur“.

Hann skrifaði bæði um hin nýju vísindi, sem áttu að veita mönnum vald yfir náttúrunni, og um hið nýja samfélag, sem væri fyrirmyndarsamfélag fyrir tilstilli hinna nýju vísinda. Bacon átti sér draum um að mennirnir gætu búið yfir tæknilegu valdi yfir náttúrunni. Hann var mikill unnandi náttúruvísinda. Hann taldi manninn geta fundið lausnir á stjórnmálafræðilegum vandamálum með aðferðafræðum náttúruvísindanna. Fyrir Bacon eru vísindi ætluð sem verkfæri mannsins til þess að ná valdi á náttúrinni og jafnframt bæta samfélagið.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne