Francis Harry Compton Crick (8. júní 1916 – 28. júlí 2004) var enskur sameindalíffræðingur sem er frægastur fyrir að hafa uppgötvað byggingu DNA-sameindarinnar ásamt James D. Watson og Maurice Wilkins árið 1953. Þeir þrír fengu saman Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun sína árið 1962. Uppgötvun þeirra byggði að stórum hluta á athugunum Rosalind Franklin sem bentu til þess að sameindin væri gormlaga.