Frank B. Kellogg | |
---|---|
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 5. mars 1925 – 28. mars 1929 | |
Forseti | Calvin Coolidge Herbert Hoover |
Forveri | Charles Evans Hughes |
Eftirmaður | Henry L. Stimson |
Öldungadeildarþingmaður fyrir Minnesota | |
Í embætti 4. mars 1917 – 3. mars 1923 | |
Forveri | Moses E. Clapp |
Eftirmaður | Henrik Shipstead |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 22. desember 1856 Potsdam, New York, Bandaríkjunum |
Látinn | 21. desember 1937 (80 ára) St. Paul, Minnesota, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Clara Cook |
Atvinna | Stjórnmálamaður |
Verðlaun | Friðarverðlaun Nóbels (1929) |
Undirskrift |
Frank Billings Kellogg (22. desember 1856 – 21. desember 1937) var bandarískur stjórnmálamaður úr Repúblikanaflokknum sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá 1925 til 1929, á forsetatíðum Calvins Coolidge og Herberts Hoover. Kellogg hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1929 fyrir að standa ásamt franska utanríkisráðherranum Aristide Briand fyrir samningu Kellogg-Briand-sáttmálans, sem gerði stríð ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum.