Frank B. Kellogg

Frank B. Kellogg
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
5. mars 1925 – 28. mars 1929
ForsetiCalvin Coolidge
Herbert Hoover
ForveriCharles Evans Hughes
EftirmaðurHenry L. Stimson
Öldungadeildarþingmaður fyrir Minnesota
Í embætti
4. mars 1917 – 3. mars 1923
ForveriMoses E. Clapp
EftirmaðurHenrik Shipstead
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. desember 1856
Potsdam, New York, Bandaríkjunum
Látinn21. desember 1937 (80 ára) St. Paul, Minnesota, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiClara Cook
AtvinnaStjórnmálamaður
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1929)
Undirskrift

Frank Billings Kellogg (22. desember 1856 – 21. desember 1937) var bandarískur stjórnmálamaður úr Repúblikanaflokknum sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá 1925 til 1929, á forsetatíðum Calvins Coolidge og Herberts Hoover. Kellogg hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1929 fyrir að standa ásamt franska utanríkisráðherranum Aristide Briand fyrir samningu Kellogg-Briand-sáttmálans, sem gerði stríð ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne