Freyr

Freyr ásamt geltinum Gullinbursta á mynd eftir Jacques Reich.

Freyr er lávarður og drottin stríðs, frjósemi, friðar, farsældar og kynlífs í norrænni goðafræði. Freyr er goð af vanaætt og er sonur sjávargoðsins Njarðar og tvíburabróðir Freyju frjósemisgyðju. Bústaður Freys eru Álfheimar sem honum hlotnaðist í tannfé, en býr hann þó í Ásgarði. Freyr ræður fyrir regni og skini sólar og þar með gróðri jarðar. Á hann er gott að heita til árs, friðar og fésælu.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne