Furur

Furur
Strandfura (Pinus pinaster)
Strandfura (Pinus pinaster)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Pinus
L.
Undirættkvíslir
  • Strobus
  • Ducampopinus
  • Pinus
Útbreiðslukort fura.

Furur (fræðiheiti Pinus) er ættkvísl af þallarætt. Misjafnt er hversu grasafræðingar telja margar tegundir til ættkvíslarinnar, en þær eru á bilinu frá 105 til 125. Furutré eru upprunnin á norðurhveli jarðar en hafa verið ræktuð um allan heim.

Furutré eru sígræn tré með þykkan börk og innihalda mikið af trjákvoðu. Nálarnar eru langar og grænar og vaxa í knippi umhverfis greinarenda. Furur flokkast gróflega í tveggja- og fimmnálafurur eftir því hversu margar nálar eru í knippi.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne