Gaga: Five Foot Two er heimildamynd frá árinu 2017 um bandaríska söngkonuna og lagahöfundinn Lady Gaga. Myndin skjalfestir atburðina í kringum framleiðslu og útgáfu á fimmtu breiðskífu hennar, Joanne, og flutning hennar í hálfleikssýningu á 51. Super Bowl, úrslitaleik bandarísku NFL deildarinnar.[2] Leikstjóri myndarinnar er Chris Mourkarbel. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátiðinni í Toronto (TIFF) árið 2017 áður en hún kom út á heimsvísu á Netflix 22. september 2017.[3][4][5] Hún var einnig sýnd á evrópska hluta tónleikaferðalags Gaga, Joanne World Tour, fyrir hverja sýningu.[6]