Gamal Abdel Nasser

Gamal Abdel Nasser
جمال عبد الناصر
Nasser árið 1968.
Forseti Egyptalands
Í embætti
14. janúar 1956 – 28. september 1970
Forsætisráðherra
Listi
Varaforseti
Listi
ForveriMúhameð Naguib
EftirmaðurAnwar Sadat
Forsætisráðherra Egyptalands
Í embætti
19. júní 1967 – 28. september 1970
ForsetiHann sjálfur
ForveriMohamed Sedki Sulayman
EftirmaðurMahmoud Fawzi
Í embætti
18. apríl 1954 – 29. september 1962
ForsetiMúhameð Naguib
Hann sjálfur
ForveriMúhameð Naguib
EftirmaðurAli Sabri
Í embætti
25. febrúar 1954 – 8. mars 1954
ForsetiMúhameð Naguib
ForveriMúhameð Naguib
EftirmaðurMúhameð Naguib
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. janúar 1918
Alexandría, Egyptalandi
Látinn28. september 1970 (52 ára) Kaíró, Egyptalandi
DánarorsökHjartaáfall
StjórnmálaflokkurArabíska sósíalistabandalagið
MakiTahia Kazem (g. 1944)
Börn5
StarfHerforingi, stjórnmálamaður
Undirskrift

Gamal Abdel Nasser Hussein (arabíska: جمال عبد الناصر; einnig Jamal Abd an-Nasr)‎ (15. janúar 191828. september 1970) var annar forseti Egyptalands á eftir Múhameð Naguib og er af mörgum talinn einn helsti leiðtogi araba frá upphafi. Hann var einn helsti málsvari arabískrar þjóðernishyggju á 6. og 7. áratug síðustu aldar þar sem helsta áherslan var á samstöðu araba, ekki hvað síst gegn erkióvini þeirra Ísrael.

Nasser er enn mjög virtur meðal araba, sérstaklega fyrir viðleitni sína til að koma á samfélagsréttlæti og samstöðu araba, nútímavæðingu og andstöðu við heimsvaldshyggju. Forsetatíð hans spannaði einnig menningarlegt blómaskeið á Egyptalandi og mikil iðnaðarstórvirki eins og byggingu Asvanstíflunnar og Helwan-borgar. Gagnrýnendur Nassers benda hins vegar á gerræðislegt stjórnarfar hans, mannréttindabrot og á yfirráð hersins yfir borgaralegum stofnunum.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne