Gamal Abdel Nasser | |
---|---|
جمال عبد الناصر | |
![]() Nasser árið 1968. | |
Forseti Egyptalands | |
Í embætti 14. janúar 1956 – 28. september 1970 | |
Forsætisráðherra | Listi
|
Varaforseti | Listi
|
Forveri | Múhameð Naguib |
Eftirmaður | Anwar Sadat |
Forsætisráðherra Egyptalands | |
Í embætti 19. júní 1967 – 28. september 1970 | |
Forseti | Hann sjálfur |
Forveri | Mohamed Sedki Sulayman |
Eftirmaður | Mahmoud Fawzi |
Í embætti 18. apríl 1954 – 29. september 1962 | |
Forseti | Múhameð Naguib Hann sjálfur |
Forveri | Múhameð Naguib |
Eftirmaður | Ali Sabri |
Í embætti 25. febrúar 1954 – 8. mars 1954 | |
Forseti | Múhameð Naguib |
Forveri | Múhameð Naguib |
Eftirmaður | Múhameð Naguib |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 15. janúar 1918 Alexandría, Egyptalandi |
Látinn | 28. september 1970 (52 ára) Kaíró, Egyptalandi |
Dánarorsök | Hjartaáfall |
Stjórnmálaflokkur | Arabíska sósíalistabandalagið |
Maki | Tahia Kazem (g. 1944) |
Börn | 5 |
Starf | Herforingi, stjórnmálamaður |
Undirskrift | ![]() |
Gamal Abdel Nasser Hussein (arabíska: جمال عبد الناصر; einnig Jamal Abd an-Nasr) (15. janúar 1918 – 28. september 1970) var annar forseti Egyptalands á eftir Múhameð Naguib og er af mörgum talinn einn helsti leiðtogi araba frá upphafi. Hann var einn helsti málsvari arabískrar þjóðernishyggju á 6. og 7. áratug síðustu aldar þar sem helsta áherslan var á samstöðu araba, ekki hvað síst gegn erkióvini þeirra Ísrael.
Nasser er enn mjög virtur meðal araba, sérstaklega fyrir viðleitni sína til að koma á samfélagsréttlæti og samstöðu araba, nútímavæðingu og andstöðu við heimsvaldshyggju. Forsetatíð hans spannaði einnig menningarlegt blómaskeið á Egyptalandi og mikil iðnaðarstórvirki eins og byggingu Asvanstíflunnar og Helwan-borgar. Gagnrýnendur Nassers benda hins vegar á gerræðislegt stjórnarfar hans, mannréttindabrot og á yfirráð hersins yfir borgaralegum stofnunum.