Geimurinn nefnist rúmið, sem umlykur stjarnfræðileg fyrirbæri, þ.m.t. öll geimfyrirbæri, jörðina, sólkerfið, geimgeislun o.s.frv.
Mestallur massi alheims er í geimfyrirbærum, svo sem í geimþokum, sólstjörnum og reikistjörnum, en milli þeirra er efnislítið rúm sem aðallega inniheldur vetni, algengasta efnið í alheimi. Auk vetnis er þar líka að finna rafsegulgeislun, rafsegulsvið, fiseindir og (samkvæmt kenningum) hulduefni og hulduorku.