George H. W. Bush

George H. W. Bush
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1989 – 20. janúar 1993
VaraforsetiDan Quayle
ForveriRonald Reagan
EftirmaðurBill Clinton
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
19. janúar 1981 – 20. janúar 1989
ForsetiRonald Reagan
ForveriWalter Mondale
EftirmaðurDan Quayle
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. júní 1924
Milton, Massachusetts, Bandaríkjunum
Látinn30. nóvember 2018 (94 ára) Houston, Texas, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiBarbara Pierce ​(g. 1945; d. 2018)
Börn6; þ. á m. George og Jeb
HáskóliYale-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

George Herbert Walker Bush (12. júní 192430. nóvember 2018) var 41. forseti Bandaríkjanna frá 20. janúar 1989 til 20. janúar 1993 fyrir repúblikana og þar áður varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann er faðir George W. Bush, sem varð 43. forseti Bandaríkjanna. Eitt af stærstu verkefnum ríkisstjórnar hans var Persaflóastríðið 1990 til 1991 í kjölfar innrásar Íraks í Kúveit, en sú tilfinning almennings í Bandaríkjunum fyrir því að hann hefði ekki lokið því með sæmd átti þátt í því að hann náði ekki endurkjöri 1992.

Bush sat á fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 1967 til 1971 fyrir kjördæmi í Texas. Hann var fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum árin 1971–1973, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins 1973–1974, sendiherra Bandaríkjanna í Kína 1974–1976 og forstjóri CIA 1976–1977. Hann var varaforseti í forsetatíð Reagans árin 1981–1989 og tók við af Reagan sem forseti Bandaríkjanna eftir forsetakosningarnar 1988. Hann gegndi embættinu í eitt kjörtímabil en náði ekki endurkjöri í forsetakosningunum 1992. Bush var forseti þegar kommúnistastjórnirnar í Austur-Evrópu hrundu árið 1989, Sovétríkin liðu undir lok og þegar Bandaríkin háðu Persaflóastríðið 1990–1991.

Þegar Bush var forseti var hann yfirleitt aðeins kallaður George Bush. Frá því að sonur hans, George W. Bush, var kjörinn forseti árið 2000 hefur hann jafnan verið kenndur með millinafnsstöfunum H. W. til að greina hann frá syni sínum. Feðgarnir eru einnig stundum kallaðir „Bush eldri“ og „Bush yngri“ eða „Bush 41“ og „Bush 43“ (eftir raðtölum þeirra meðal forseta Bandaríkjanna).


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne