George W. Bush | |
---|---|
![]() Bush árið 2003. | |
Forseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 20. janúar 2001 – 20. janúar 2009 | |
Varaforseti | Dick Cheney |
Forveri | Bill Clinton |
Eftirmaður | Barack Obama |
Fylkisstjóri Texas | |
Í embætti 17. janúar 1995 – 21. desember 2000 | |
Vararíkisstjóri | Bob Bullock Rick Perry |
Forveri | Ann Richards |
Eftirmaður | Rick Perry |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 6. júlí 1946 New Haven, Connecticut, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Laura Bush |
Trúarbrögð | Meþódismi |
Börn | Jenna og Barbara Bush |
Foreldrar | George H. W. Bush og Barbara Bush |
Háskóli | Yale-háskóli Harvard-háskóli |
Starf | Stjórnmálamaður, viðskiptamaður |
Undirskrift | ![]() |
George Walker Bush (fæddur 6. júlí 1946; ⓘ) var 43. forseti Bandaríkjanna. Hann tilheyrir Repúblikanaflokknum og gegndi áður starfi fylkisstjóra Texas. Hann tók við af Bill Clinton 20. janúar 2001 sem forseti eftir að hafa naumlega sigrað mótframbjóðanda sinn úr röðum Demókrata, Al Gore í kosningum í nóvember árið 2000 þar sem Bush fékk reyndar færri atkvæði á landsvísu en náði fleiri kjörmönnum. Bush sigraði svo aftur í kosningunum 2004, þá á móti öldungadeildarþingmanninum John Kerry, nú með naumum meirihluta atkvæða á landsvísu. Varaforseti Bush var Dick Cheney. Seinna kjörtímabili Bush lauk 20. janúar 2009.
Eftir að hafa útskrifast úr háskóla starfaði Bush að olíuviðskiptum fjölskyldu sinnar. Seinna var hann meðeigandi í hafnaboltaliðinu Texas Rangers, áður en hann sneri sér að stjórnmálum til að verða fylkisstjóri Texas. Hann bauð sig fram á móti Ann Richards og var kosinn fylkisstjóri Texas 1994.
Faðir George W. Bush er George Herbert Walker Bush sem var 41. forseti Bandaríkjanna á árunum 1989 – 1993.
Þegar Bush lét af embætti var hann óvinsælasti forseti Bandaríkjanna frá upphafi Gallup-kannana.[1]