George Washington | |
---|---|
![]() Portrett af Washington eftir Gilbert Stuart. | |
Forseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 30. apríl 1789 – 4. mars 1797 | |
Varaforseti | John Adams |
Forveri | Embætti stofnað |
Eftirmaður | John Adams |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 22. febrúar 1732 Popes Creek Virginíu, bresku Ameríku |
Látinn | 14. desember 1799 (67 ára) Mount Vernon, Virginíu, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Maki | Martha Dandridge (g. 1759) |
Starf | Herforingi, stjórnmálamaður |
Undirskrift | ![]() |
George Washington (22. febrúar 1732 – 14. desember 1799) var hershöfðingi í Meginlandshernum sem sigraði Breta í bandaríska frelsisstríðinu og var síðar kjörinn fyrsti forseti Bandaríkjanna. Hann sat tvö fjögurra ára kjörtímabil. Sem forseti var hann eindreginn lýðveldissinni og fylgjandi hlutleysi Bandaríkjanna í alþjóðastjórnmálum. Washington er einn „landsfeðra“ Bandaríkjanna.