Ger er vaxtarform heilkjarnaörvera sem flokkaðar eru sem hluti af svepparíkinu. Um 1.500 tegundir eru þekktar, sem er um 1% af þekktum sveppategundum.[1][2][3] Ger er helsta sveppategundin sem lifir í sjónum.
Ger er einfrumungur sem hefur þróast frá fjölfruma forfeðrum.[4] Sumar tegundir myndi þræði tengdra knappskota sem eru kallaðir hálfsveppþræðir eða falskir sveppþræðir.[5] Stærð gers er mjög fjölbreytt og ræðst bæði af tegund og umhverfi. Það er oftast 3-4 µm í þvermál, en getur orðið allt að 40 µm.[6] Flest ger fjölga sér kynlaust með mítósu, og mörg þeirra gera það með knappskotum. Hægt er að bera ger saman við myglu sem myndar sveppþræði. Sveppir sem geta myndað bæði þessi vaxtarform (eftir hitastigi eða öðrum aðstæðum) eru sagðir vera tvíbreytnir.
Ger myndar hvorki flokkunarfræðilegan né þróunarfræðilegan flokk. Orðið „ger“ er oft notað sem almennt heiti á S. cerevisiae. Sveppir sem teljast til gera koma úr tveimur aðskildum fylkingum annars vegar asksveppa og hins vegar kólfsveppa. Sveppir úr gerabálki (Saccaromycetales) eru kallaðir „eiginlegt ger“.[10]
↑Molecular Mechanisms in Yeast Carbon Metabolism. The second completely sequenced yeast genome came 6 years later from the fission yeast Schizosaccharomyces pombe, which diverged from S. cerevisiae probably more than 300 million years ago.
↑Kurtzman CP, Fell JW (2005). Gábor P, de la Rosa CL (ritstjórar). Biodiversity and Ecophysiology of Yeasts. The Yeast Handbook. Berlin: Springer. bls. 11–30. ISBN978-3-540-26100-1.