Glee

Glee
Merki þáttanna
TegundGaman
Drama
Búið til afRyan Murphy
Brad Falchuk
Ian Brennan
LeikararDianna Agron
Chris Colfer
Jessalyn Gilsig
Jane Lynch
Jayma Mays
Kevin McHale
Lea Michele
Cory Monteith
Matthew Morrison
Amber Riley
Mark Salling
Jenna Ushkowitz
Heather Morris
Mike O'Malley
Naya Rivera
Darren Criss
Harry Shum jr.
Chord Overstreet
Jacob Artist
Melissa Benoist
Blake Jenner
Alex Newell
Becca Tobin
Dot Jones
Höfundur stefsSteve Perry, Jonathan Cain, Neal Schon
TónskáldJames S. Levine
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða6
Fjöldi þátta121
Framleiðsla
FramleiðandiAlexis Martin Woodall
Michael Novick
Kenneth Silverstein
Roberto Aguirre-Saracasa
StaðsetningHollywood, Kalífórnia
Lengd þáttar42-48 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðFox
Myndframsetning720p (HDTV)
HljóðsetningDolby Surrond 5.1
Sýnt19. maí 200920. mars 2015
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Glee er bandarískur söngþáttur sem að er framleiddur og sýndur af Fox. Þátturinn fjallar um sönghópinn „New Directions“ í gagnfræðisskólanum William McKinley High og fylgir öllum meðlimum hópsins og vandamálum þeirra. Í aðalhlutverkum eru Matthew Morrison sem að leikur leikstjóra hópsins og spænskukennarann Will Schuester, Jane Lynch leikur hina illkvittnu Sue Sylvester sem að þjálfar klappstýrurnar í skólanum og hatar sönghópinn. Meðlimar sönghópsins eru ellefu alls og fara Chris Colfer, Dianna Agron, Kevin McHale, Lea Michele, Cory Monteith, Amber Riley, Mark Salling og Jenna Ushkowitz með hlutverk þeirra.

Höfundar þáttanna eru Ryan Murphy, Brad Falchuk og Ian Brennan sem að skrifuðu það upprunalega sem kvikmynd. Prufuþátturinn var sýndur á Foxsjónvarpsstöðinni þann 19. maí árið 2009 og fyrsta serían fór í gang þann 9. september sama ár. Önnur þáttaröðin fór í gang þann 21. september árið 2010 og þriðja serían hefur nú þegar verið pöntuð. Í þáttunum setja persónunar upp söngatriði og höfundar þáttanna reyna að nota blöndu af vinsælum lögum og klassískum söngleikjalögum. Lögin sem að leikarar flytja í þættinum hafa einni verið gefin út á geisladiski og eru líka fáanleg til niðurhals á iTunes. Annars konar varningur hefur verið gefinn út meðal annars Blu-ray og mynddiskar, bókasería, iPad forrit og Wiileikur.

Fyrsta þáttaröðin fékk mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda. Vefsíðan Metacritic sem að safnar saman dómum gagnrýnenda og blandar þeim saman til þess að fá meðaltal gaf fyrstu seríunni af Glee 77 prósent út úr hundraði. Glee var tilnefnd til nítjan Emmy verðlauna, fjögurra Golden Globe, sex Satellite verðlauna og fimmtíu og sjö annarra verðlauna. Af þeim tilnefningum unnu þættirnir Golden Globe verðlaunin fyrir bestu gamanseríu og Jane Lynch vann einni Emmy verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki. Önnur þáttaröðin var tilnefnd til margra verðlauna þar á meðal fimm Golden Globe verðlauna þar á meðal verðlaunin fyrir bestu gamanseríu og fyrir besta leik hjá Matthew Morrison, Lea Michele, Jane Lynch og Chris Colfer. Verðlaunaafhendingin mun fara fram í janúar 2011.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne