Gordon Gekko er persóna í kvikmyndunum Wall Street (1987) og Wall Street: Money Never Sleeps (2010) sem Oliver Stone leikstýrði. Gekko er leikinn af Michael Douglas, og er túlkun hans á hinum ógeðfellda Gekko í fyrri myndinni talin einn af hápunktum Douglas á leikaraferlinum. Árið 1988 hlaut Douglas Óskarsverðlaunin, sem besti karlleikari í aðalhlutverki fyrir það hlutverk.[1]