Gottfried Wilhelm Leibniz | |
---|---|
![]() Málverk af Leibniz eftir Bernhard Christoph Francke frá því um 1700 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1. júlí 1646 í Leipzig í Þýskalandi |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 17. aldar |
Skóli/hefð | Rökhyggja |
Helstu ritverk | Nýjar ritgerðir um mannlegan skilning, Mónöðufræðin, Guðrétta, Orðræða um frumspeki |
Helstu kenningar | Nýjar ritgerðir um mannlegan skilning, Mónöðufræðin, Guðrétta, Orðræða um frumspeki |
Helstu viðfangsefni | frumspeki, þekkingarfræði, stærðfræði |
Gottfried Wilhelm Leibniz (1. júlí 1646 í Leipzig – 14. nóvember 1716 í Hannover) var þýskur stærðfræðingur, heimspekingur, vísindamaður, bókasafnsfræðingur, stjórnmálamaður og lögfræðingur af sorbískum ættum. Hugtakið fall er komið frá honum (1694), þar sem að hann notar það til þess að lýsa magni með tilliti til ferils. Hann er einnig, ásamt Isaac Newton, kenndur við þróun stærðfræðigreiningar, einkum heildun, en báðir voru mikilvægir boðberar upplýsingarinnar.