Grenada

Grenada
Gwenad
Fáni Grenada Skjaldarmerki Grenada
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Ever Conscious of God We Aspire, Build and Advance as One People
Þjóðsöngur:
Hail Grenada
Staðsetning Grenada
Höfuðborg St. George's
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungstjórn

Konungur Karl 3.
Landstjóri Cécile La Grenade[1]
Forsætisráðherra Dickon Mitchell
Sjálfstæði
 • frá Sambandsríki Vestur-Indía 7. febrúar 1974 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
185. sæti
348,5 km²
1,6
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
179. sæti
124.610
319/km²
VLF (KMJ) áætl. 2023
 • Samtals 2,3 millj. dala (182. sæti)
 • Á mann 20.195 dalir (76. sæti)
VÞL (2022) 0.793 (73. sæti)
Gjaldmiðill austurkarabískur dalur (XCD)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .gd
Landsnúmer +1-473

Grenada (grenadíska: Gwenad) er eyríki í suðausturhluta Karíbahafsins og nær, auk eyjunnar Grenada, yfir syðsta hluta Grenadíneyja. Það er norðan við Trínidad og Tóbagó og sunnan við Sankti Vinsent og Grenadíneyjar. Grenada er hluti Kulborðseyja sem eru syðstar Antillaeyja. Grenada nær yfir aðaleyjuna, Grenada, ásamt tveimur minni eyjum; Carriacou og Petite Martinique, auk margra smáeyja norðan við aðaleyjuna. Þessar minni eyjar eru allar hluti af eyjaklasanum Grenadínum sem er kenndur við Grenada. Grenada er um 350 ferkílómetrar að stærð.

Grenada er einn af stærstu framleiðendum múskats í heimi og er af þeim sökum stundum kölluð „Kryddeyjan“. Íbúar eru um 125 þúsund (2021) og þar af býr tæpur þriðjungur í höfuðborginni St. George's. Langflestir íbúa Grenada eru afkomendur afrískra þræla sem voru fluttir til eyjarinnar til að vinna á plantekrum. Rúmlega þriðjungur er kaþólskur. Þjóðarfugl Grenada er grenadadúfan sem er í útrýmingarhættu.

Grenada var byggð Karíbum þegar Frakkar stofnuðu þar nýlendu árið 1649. Frumbyggjum eyjarinnar var nánast útrýmt eftir átök við frönsku landnemana árið 1654. Bretar lögðu eyjuna undir sig í sjö ára stríðinu árið 1762 og fengu hana í sinn hlut með Parísarsáttmálanum árið eftir. Grenada var gerð að krúnunýlendu árið 1877. Eyjan var hluti af Sambandsríki Vestur-Indía frá 1958 til 1974 en það ár fékk hún sjálfstæði. Í kjölfar herforingjabyltingar árið 1983 gerðu Bandaríkin innrás sem var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu. Eftir innrásina tók eldri stjórnarskrá landsins aftur gildi. Eyjan varð fyrir tveimur stórum fellibyljum árin 2004 og 2005 sem ollu miklu tjóni.

Grenada er hluti af Breska samveldinu. Landið gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1974. Grenada á aðild að CARICOM og Samtökum Austur-Karíbahafsríkja (OECS).

  1. "Grenada Names First Female Governor General, Cecile La Grenade", Caribbean Journal, 10/04/2013

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne