(Karl) Gunnar Myrdal (fæddur 6. desember 1898, í Gustafs, Dalarna, Svíþjóð, dáinn 17. maí 1987) var sænskur hagfræðingur. Hann útskrifaðist úr stjórnmálahagfræði árið 1933 frá Stokkhólmsháskóla.[1] Hann hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1974 ásamt Friedrich August von Hayek.
Gunnar Myrdal var jafnframt stjórnmálamaður og sat árið 1934 í sænska þinginu fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar. Þekktasta verk hans kom í kjölfarið, þegar hann var beðinn um að rannsaka vandamál svartra í Bandaríkjunum. Úr þeirri rannsóknarvinnu varð til bókin An american Dilemma: The Negro Problem and Modern Democracy. Eftir þá rannsókn sat hann í bankaráði Seðlabanka Svíþjóðar og tók síðar við stöðu forstöðumanns Efnahagsráðs Evrópu hjá Sameinuðu þjóðunum. Síðar á starfsferli sínum varð hann prófessor við háskólann í Stokkhólmi og New York háskóla.[2]
Gunnar var kvæntur Ölvu Myrdal, sem einnig var Nóbelsverðlaunahafi.