Gustav Stresemann | |
---|---|
![]() | |
Kanslari Þýskalands | |
Í embætti 19. ágúst 1923 – 30. nóvember 1923 | |
Forseti | Friedrich Ebert |
Forveri | Wilhelm Cuno |
Eftirmaður | Wilhelm Marx |
Utanríkisráðherra Þýskalands | |
Í embætti 19. ágúst 1923 – 3. október 1929 | |
Kanslari | Hann sjálfur Wilhelm Marx Hans Luther Hermann Müller |
Forveri | Hans von Rosenberg |
Eftirmaður | Julius Curtius |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 10. maí 1878 Berlín, Þýska keisaradæminu |
Látinn | 3. október 1929 (51 árs) Berlín, Weimar-lýðveldinu |
Stjórnmálaflokkur | Þýski þjóðarflokkurinn (Deutsche Volkspartei) |
Maki | Käte Kleefeld |
Börn | Wolfgang, Hans-Joachim |
Starf | Stjórnmálamaður, ríkiserindreki |
Verðlaun | Friðarverðlaun Nóbels |
Gustav Stresemann (10. maí 1878 – 3. október 1929) var þýskur stjórnmálamaður sem var í stuttan tíma kanslari Þýskalands árið 1923 (kanslaratíð hans var aðeins 102 dagar). Hann var einnig utanríkisráðherra Þýskalands frá 1923 til 1929 og vann í því embætti til friðarverðlauna Nóbels árið 1926 ásamt Aristide Briand, utanríkisráðherra Frakklands.
Sem utanríkisráðherra beitti Stresemann sér fyrir sáttargerðum milli Þýskalands og Frakklands, og fyrir það unnu þeir Briand til Nóbelsverðlaunanna. Á árum þýska Weimar-lýðveldisins, sem einkenndust af pólitískum óstöðugleika og sífelldum stjórnarskiptum, var Stresemann lengst af einn afkastamesti og þekktasti stjórnmálamaður landsins. Á stjórnmálaferli sínum var Stresemann meðlimur í þremur mismunandi frjálslyndisflokkum. Hann var einn voldugasti meðlimur þýska Þjóðarflokksins (Deutsche Volkspartei) á Weimar-árunum.