Gwen Stefani

Gwen Stefani
Stefani með No Doubt árið 2015
Fædd
Gwen Renée Stefani

3. október 1969 (1969-10-03) (55 ára)
Önnur nöfn
  • Gwen Rossdale[1]
  • Gwen Shelton[2]
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • upptökustjóri
  • tískuhönnuður
  • leikari
Ár virk1986–í dag
Maki
  • Tony Kanal (1987–1994)
  • Gavin Rossdale (g. 2002; sk. 2016)
  • Blake Shelton (g. 2021)
Börn3
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Áður meðlimur íNo Doubt
Vefsíðagwenstefani.com
Undirskrift

Gwen Renée Stefani (f. 3. október 1969) er bandarísk söngkona og tískuhönnuður. Stefani var aðalsöngkona rokkbandsins No Doubt. Eftir að hafa skipt úr punk-rokki yfir í nútímalegri tónlist, færði þriðja breiðskífan þeirra, Tragic Kingdom (1995), þeim frægð og frama og seldist hún í yfir 16 milljónum eintaka um allan heim. Platan gaf af sér þrjár smáskífur, „Just a Girl“, „Spider Webs“ og „Don't Speak“. Hljómsveitin hélt áfram að vera vinsæl þegar það gaf út fjórðu breiðskífuna, Return of Saturn (2000) og Rock Steady (2001) sem einblíndu á danstónlist og fékk jákvæða dóma.

Gwen tók upp fyrstu sólóplötuna sína, Love. Angel. Music. Baby., árið 2004. Platan sótti innblástur í lög frá 9. áratugnum og seldist hún í yfir sjö milljónum eintaka um allan heim. Þriðja smáskífa plötunnar, „Hollaback Girl“ var fyrsta lagið sem seldist í milljón eintökum í gegnum niðurhal. Önnur sólóplata Gwen, The Sweet Escape (2006) náði einnig miklum vinsældum. Að meðtaldri þáttöku sinni í No Doubt hefur Stefni selt yfir 40 milljón platna um heim allan.

  1. „Gwen Stefani Files Documents for Name Change After Divorcing Gavin Rossdale“. 6 júlí 2016.
  2. Tannenbaum, Emily (17 júlí 2021). „Gwen Stefani Says It's 'Gwen Shelton Now' After Blake Shelton Calls Her by Her Maiden Name“.
  3. „Gwen Stefani Climbs Back From the Abyss“. The New York Times. 13. mars 2016. Afrit af uppruna á 24 júlí 2018. Sótt 23 júlí 2018.
  4. Jeffries, David. „Gwen Stefani“. AllMusic. Afrit af uppruna á 1 júlí 2018. Sótt 23 júlí 2018.
  5. „No Doubt | New Music And Songs“. MTV. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 maí 2012. Sótt 11 apríl 2014.
  6. „Polydor Records Artists“. Sótt 16. september 2023.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne