Gwen Stefani | |
---|---|
Fædd | Gwen Renée Stefani 3. október 1969 |
Önnur nöfn | |
Störf |
|
Ár virk | 1986–í dag |
Maki |
|
Börn | 3 |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Hljóðfæri | Rödd |
Útgefandi | |
Áður meðlimur í | No Doubt |
Vefsíða | gwenstefani |
Undirskrift | |
Gwen Renée Stefani (f. 3. október 1969) er bandarísk söngkona og tískuhönnuður. Stefani var aðalsöngkona rokkbandsins No Doubt. Eftir að hafa skipt úr punk-rokki yfir í nútímalegri tónlist, færði þriðja breiðskífan þeirra, Tragic Kingdom (1995), þeim frægð og frama og seldist hún í yfir 16 milljónum eintaka um allan heim. Platan gaf af sér þrjár smáskífur, „Just a Girl“, „Spider Webs“ og „Don't Speak“. Hljómsveitin hélt áfram að vera vinsæl þegar það gaf út fjórðu breiðskífuna, Return of Saturn (2000) og Rock Steady (2001) sem einblíndu á danstónlist og fékk jákvæða dóma.
Gwen tók upp fyrstu sólóplötuna sína, Love. Angel. Music. Baby., árið 2004. Platan sótti innblástur í lög frá 9. áratugnum og seldist hún í yfir sjö milljónum eintaka um allan heim. Þriðja smáskífa plötunnar, „Hollaback Girl“ var fyrsta lagið sem seldist í milljón eintökum í gegnum niðurhal. Önnur sólóplata Gwen, The Sweet Escape (2006) náði einnig miklum vinsældum. Að meðtaldri þáttöku sinni í No Doubt hefur Stefni selt yfir 40 milljón platna um heim allan.