Gymir er jötunn í norænni goðafræði, hann á konu af bergrisaætt sem heitir Aurboða. Fáar heimildir eru til um uppruna Gymis og Aurboðu sjálfra, en dóttir þeirra jötunynjan Gerður þótti öllum konum fríðust, sú varð á endanum eiginkona Freys. Þau áttu einnig son sem hét Beli, en sá endaði með að vera drepinn af Frey.
Í byrjun Lokasennu og í Skáldskaparmálum er Gymir annað nafn á Ægi.[1]