| ||||
Haile Selassie
ኃይለ፡ ሥላሴ | ||||
Ríkisár | 2. apríl 1930 – 12. september 1974 | |||
Skírnarnafn | Lij Tafari Makonnen | |||
Fæddur | 23. júlí, 1892 | |||
Ejersa Goro, Eþíópíu | ||||
Dáinn | 27. ágúst 1975 (83 ára) | |||
Addis Ababa, Eþíópíu | ||||
Gröf | Dómkirkja heilagrar þrenningar, Addis Ababa, Eþíópíu | |||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Makonnen Wolde Mikael | |||
Móðir | Yeshimebet Ali | |||
Keisaraynja | Menen Asfaw | |||
Börn | Romanework, Tenagnework, Asfaw Wossen, Zenebework, Tsehai, Makonnen, Sahle Selassie |
Haile Selassie (ge'ez: ኃይለ፡ ሥላሴ, „kraftur þrenningarinnar“; 23. júlí 1892 – 27. ágúst 1975), fæddur undir nafninu Lij Tafari Makonnen og einnig kallaður Ras Tafari, var ríkisstjóri Eþíópíu frá 1916 til 1930 og Eþíópíukeisari frá 1930 til 1974. Hann átti þátt í að nútímavæða landið og var gríðarlega vinsæll leiðtogi, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.
Selassie var meðlimur eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Innan rastafarahreyfingarinnar, sem var stofnuð á Jamaíku snemma á 4. áratugnum er hann talinn vera Kristur endurborinn.