Hannibal Sehested

Málverk af Sehested eftir Karel van Mander.

Hannibal Sehested (160923. september 1666) var ríkisstjóri Noregs og rentumeistari Danakonungs. Hann giftist 6. nóvember 1642 Christiane, dóttur Kristjáns 4. og Kirsten Munk.

Sehested var sonur Claus Maltesen Sehested, hirðstjóra á Eysýslu og fæddist þar í Arensborg (Kuressaare). Þegar faðir hans lést 1612 fylgdi hann móður sinni til Jótlands. Hann gekk í skóla á Sórey og ferðaðist til Englands, Hollands, Frakklands, Þýskalands og Spánar. Hann gerðist síðan hirðmaður konungs og varð meðlimur í danska ríkisráðinu 1640. 1642 var hann gerður að ríkisstjóra Noregs með Akurshúsléni.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne