Hannibal Sehested (1609 – 23. september 1666) var ríkisstjóri Noregs og rentumeistari Danakonungs. Hann giftist 6. nóvember 1642 Christiane, dóttur Kristjáns 4. og Kirsten Munk.
Sehested var sonur Claus Maltesen Sehested, hirðstjóra á Eysýslu og fæddist þar í Arensborg (Kuressaare). Þegar faðir hans lést 1612 fylgdi hann móður sinni til Jótlands. Hann gekk í skóla á Sórey og ferðaðist til Englands, Hollands, Frakklands, Þýskalands og Spánar. Hann gerðist síðan hirðmaður konungs og varð meðlimur í danska ríkisráðinu 1640. 1642 var hann gerður að ríkisstjóra Noregs með Akurshús að léni.