Hatari | |
---|---|
![]() | |
Upplýsingar | |
Uppruni | Reykjavík, Ísland |
Ár | 2015–í dag |
Stefnur | |
Útgáfufyrirtæki | Svikamylla ehf. |
Meðlimir |
|
Fyrri meðlimir |
|
Vefsíða | hatari |
Hatari er íslensk hljómsveit (eða margmiðlunarverkefni) sem var stofnuð árið 2015. Sveitin flytur raftónlist/iðnaðarteknó, með ádeilutexta og líflega sviðsframkomu með BDSM-ívafi. Fyrst kom sveitin saman á Iceland Airwaves árið 2016. Hatari var valin besta tónleikahljómsveit ársins 2017 af tímaritinu Reykjavík Grapevine.
Hugðarefni sveitarinnar eru að eigin sögn: Dauðinn, umbylting á samfélagi manna, tilgerðin sem felst í mannlegri tilveru, neyslusamfélagið og heimsendir.[1]