Hatari

Hatari
Hatari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2019
Upplýsingar
UppruniReykjavík, Ísland
Ár2015–í dag
Stefnur
ÚtgáfufyrirtækiSvikamylla ehf.
Meðlimir
  • Klemens Hannigan
  • Einar Stefánsson
  • Davíð Katrínarson
Fyrri meðlimir
  • Matthías Haraldsson
Vefsíðahatari.is

Hatari er íslensk hljómsveit (eða margmiðlunarverkefni) sem var stofnuð árið 2015. Sveitin flytur raftónlist/iðnaðarteknó, með ádeilutexta og líflega sviðsframkomu með BDSM-ívafi. Fyrst kom sveitin saman á Iceland Airwaves árið 2016. Hatari var valin besta tónleikahljómsveit ársins 2017 af tímaritinu Reykjavík Grapevine.

Hugðarefni sveitarinnar eru að eigin sögn: Dauðinn, umbylting á samfélagi manna, tilgerðin sem felst í mannlegri tilveru, neyslusamfélagið og heimsendir.[1]

  1. Hatari afhjúpa svikamyllu hversdagsins Rúv, skoðað 2. mars, 2019.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne