Heimdallur (forníslenska: Heimdallr) er talinn sonur Óðins (samkvæmt Snorra-Eddu) og níu mæðra, er allar voru systur; svo stóð í gömlu kvæði, Heimdallargaldri, og svo segir Úlfur Uggason í Húsdrápu; og líklega er átt við hann í Völuspá hinni skömmu (7-9): „varð einn borinn / í árdaga / raummaukinn mjök / rögna kindar / níu báru þann / naddgöfgan mann / jötna meyjar / við jarðar þröm“, og svo eru þær nefndar á nafn.