Heimsvaldastefna

Cecil Rhodes sem risinn á Ródos gnæfir yfir Afríku.

Heimsvaldastefna er stjórnmálastefna stórveldis, sem miðar að því að gera það að heimsveldi með því að seilast til áhrifa í öðrum löndum og hagnýta þau áhrif til fjárfestinga eða annarra efnahagslegra umsvifa, til dæmis við nýtingu náttúruauðlinda eða markaða. Oft er þeim hagsmunum fylgt eftir með utanríkisstefnu landsins, og/eða með hervaldi, stundum til að fá ríkisstjórnir annarra landa til að láta af andstöðu sinni en stundum til þess að leggja viðkomandi land undir heimsveldið sem skattland, nýlendu eða verndarsvæði.

Nútímakenningar um heimsvaldastefnu urðu til á 19. öld meðal vestrænna hagfræðinga og annarra fræðimanna, og stjórnmálamanna sem fengust við stjórn nýlenduvelda Breta, Frakka og fleiri þjóða.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne