Henrik Johan Ibsen (20. mars 1828 – 23. maí 1906) var norskt leikskáld sem ruddi brautina fyrir raunsæisleikhúsið við lok 19. aldar með verkum sem náðu heimsathygli eins og Pétur Gautur (með tónlist eftir Edvard Grieg), Brúðuheimilið, Þjóðníðingur og Hedda Gabler. Mörg af verkum hans gagnrýndu borgaralegt samfélag Viktoríutímabilsins og brutu blað í leikhúsi þess tíma með því að bjóða ekki upp á lausn sem fólst í sáttum eða sigri aðalpersónanna í lok leikrits. Talið er að verk hans séu þau sem oftast eru enn sett upp, á eftir verkum Shakespeares.