中華人民共和國香港特別行政區 Hong Kong Special Administrative Region of the People's Republic of China | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Þjóðsöngur Kína | |
![]() | |
Höfuðborg | Hong Kong |
Opinbert tungumál | enska og kínverska (kantónska) |
Stjórnarfar | Flokksræði
|
Stjórnarformaður | John Lee |
Sérstakt sjálfstjórnarhérað í Kína | |
• Stofnun | 29. ágúst 1842 |
• Stjórn flutt til Kínverska alþýðulýðveldisins |
1. júlí 1997 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
168. sæti 1.108 km² 3,16 |
Mannfjöldi • Samtals (2020) • Þéttleiki byggðar |
102. sæti 7.413.070 6.777/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2019 |
• Samtals | 490,880 millj. dala (44. sæti) |
• Á mann | 64.928 dalir (4. sæti) |
VÞL (2015) | ![]() |
Gjaldmiðill | Hong Kong-dalur (HKD) |
Tímabelti | UTC+8 |
Þjóðarlén | .hk |
Landsnúmer | +852 |
Hong Kong (kínverska: 香港; rómönskun: Xiānggǎng), opinberlega Sérstjórnarhérað Alþýðulýðveldisins Kína Hong Kong, er sérstakt sjálfstjórnarhérað í Kínverska alþýðulýðveldinu, á austurbakka árósa Perlufljóts í suðurhluta Kína. Hong Kong er einn af þéttbýlustu stöðum heims, með 7,4 milljónir íbúa af margvíslegum uppruna á 1.104 ferkílómetra svæði.
Hong Kong varð bresk nýlenda við að Tjingveldið gaf Hong Kong-eyju eftir þegar Fyrra ópíumstríðinu lauk árið 1842. Eftir Annað ópíumstríðið 1860 var nýlendan stækkuð þannig að hún náði líka yfir Kowloon-skaga. Hún var síðan stækkuð enn frekar þegar Bretar fengu 99 ára samning um Nýju umdæmin árið 1898. Alþýðulýðveldið Kína tók við stjórn svæðisins þegar samningurinn rann út árið 1997. Borgin hefur umtalsvert sjálfstæði sem sérstjórnarhérað samkvæmt hugmyndinni um eitt land, tvö kerfi. Í Hong Kong ríkir markaðshagkerfi sem er með þeim frjálslyndustu í heimi. Hong Kong á stjórnarskrárbundinn rétt til mikils sjálfræðis, þar á meðal eigin lagakerfis, eigin gjaldmiðils, eigin tollalaga og rétt til að gera alþjóðasamninga, svo sem um flugumferð og innflytjendur. Einungis varnarmál og alþjóðasamskipti eru í höndum stjórnarinnar í Peking.
Upphaflega var svæðið þar sem Hong Kong stendur strjálbýlt sveitahérað með nokkrum fiskiþorpum. Nú eru þar ein af helstu fjármálamiðstöðvum heims og ein af stærstu verslunarhöfnum heims. Borgin er 10. mesta útflutningsland heims og 9. mesta innflutningslandið. Gjaldmiðill Hong Kong, Hong Kong-dalur, er 9. mest notaði gjaldmiðill heims í gjaldeyrisviðskiptum (2019). Í Hong Kong býr hlutfallslega mest af forríkum einstaklingum, en þótt verg landsframleiðsla á mann sé með því sem mest gerist er ójöfnuður líka mikill.
Hong Kong er háþróað land og er í sjöunda sæti á lista yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða. Í borginni eru flestir skýjakljúfar af borgum heims og íbúar þar njóta einna mesta langlífis. Yfir 90% íbúa notast við almenningssamgöngur. Loftmengun af völdum svifryks er samt mikið vandamál.