Hot Country Songs

Florida Georgia Line á metið í fjölda vikna á toppi listans.

Hot Country Songs er vinsældalisti frá tímaritinu Billboard. Hann inniheldur 50 vinsælustu kántrílögin í Bandaríkjunum og er gefinn út vikulega. Listinn er reiknaður út frá gögnum um útvarpsspilanir sem koma frá Nielsen, ásamt út frá stafrænni sölu og fjölda streyma. Tvíeykið Florida Georgia Line hefur samtals verið lengst á toppi listans. Einnig eiga þeir lagið sem dvaldi lengst í fyrsta sæti, „Meant to Be“ með poppsöngkonunni Bebe Rexha (50 vikur í heildina). Söngvarinn með flestu topplögin er George Strait.[1]

  1. „George Strait“. Billboard.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne