House of Gucci

House of Gucci
Veggspjald kvikmyndarinnar
LeikstjóriRidley Scott
Handritshöfundur
  • Becky Johnston
  • Roberto Bentivegna
SöguhöfundurBecky Johnston
Byggt áThe House of Gucci: A Sensational Story of Murder, Madness, Glamour, and Greed eftir Sara Gay Forden
Framleiðandi
  • Ridley Scott
  • Giannina Facio Scott
  • Kevin J. Walsh
  • Mark Huffam
Leikarar
KvikmyndagerðDariusz Wolski
KlippingClaire Simpson
TónlistHarry Gregson-Williams
Fyrirtæki
Dreifiaðili
Frumsýning
  • Bretland 9. nóvember 2021 (Leicester Square)
  • Bandaríkin 24. nóvember 2021 (Bandaríkin)
  • Ísland 3. desember 2021 (Ísland)[1]
Lengd158 mínútur[2]
LandBandaríkin
TungumálEnska
Ráðstöfunarfé75 milljónir bandaríkjadala[3]
Heildartekjur153.3 milljónir bandaríkjadala[4][5]

House of Gucci er bandarísk ævisögu-glæpamynd frá árinu 2021 sem Ridley Scott leikstýrði. Myndin er byggð á bókinni The House of Gucci: A Sensational Story of Murder, Madness, Glamour, and Greed eftir Sara Gay Forden frá árinu 2001. Myndin fjallar um Patrizia Reggiani (leikin af Lady Gaga) og Maurizio Gucci (leikinn af Adam Driver) þar sem ástarsamband þeirra breytist í baráttu um yfirráð á ítalska tískufyrirtækinu Gucci. Jared Leto, Jeremy Irons, Jack Huston, Salma Hayek og Al Pacino eru einnig í aðalhlutverki.

Scott vildi gera kvikmynd um Gucci ættina eftir að hafa eignast réttinn á bók Forden snemma á fyrsta áratug 21. aldar. Verkefnið dróst í nokkur ár og fjöldi leikstjóra og leikara höfðu verið orðuð við verkefnið áður en að Scott og Gaga tengdust verkefninu formlega í nóvember 2019. Stór hluti leikarahópsins bættist við næsta sumar. Tökur hófust í Ítalíu og stóðu yfir frá febrúar til maí 2021.

Heimsfrumsýning á House of Gucci var haldin í Odeon Luxe Leichester Square kvikmyndahúsinu í London í nóvember 2021. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum þann 24. nóvember 2021. Hún fékk misjafna dóma frá gagnrýnendum sem hrósuðu frammistöðu leikaranna en gagnrýndu ósamræmi í tóni og klippingu. Gaga og Leto voru tilnefnd til Screen Actors Guild-verðlaunanna, Critics' Choice-verðlaunanna og Satellite-verðlaunanna sem besta leikkona í aðalhlutverki og besti leikari í aukahlutverki. Gaga hlaut einnig tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna og BAFTA-verðlaunanna. Myndin var tilnefnd á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir bestu förðun og hárgreiðslu. Myndin kostaði 75 milljónir bandaríkjadala í framleiðslu og hefur þénað 153 milljónir bandaríkjadala.

  1. „House of Gucci“. Kvikmyndir.is. Sótt 27. desember 2023.
  2. „House of Gucci“. British Board of Film Classification. Afrit af uppruna á 12. desember 2021. Sótt 12. desember 2021.
  3. Rubin, Rebecca (23. nóvember 2021). „Thanksgiving Box Office: Disney's 'Encanto' to Reign Over Lady Gaga's 'House of Gucci'. Variety. Sótt 23. nóvember 2021.
  4. „House of Gucci (2021)“. Box Office Mojo. Sótt 6. september 2022.
  5. „House of Gucci (2021)“. The Numbers. Sótt 18. mars 2022.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne