Hundategund, hundakyn eða hundaafbrigði er hópur hunda sem á flestöll útlitseinkenni og skapgerðareinkenni sameiginleg, einkum vegna þess að hann er kominn af hópi sameiginlegra forfeðra sem hafði sömu einkenni. Þess ber að geta að orðið „hundategund“ getur verið villandi, því allir hundar eru sömu tegundar í líffræðilegum skilningi. Eftir sem áður er orðanotkunin útbreidd.