Hvalir Tímabil steingervinga: Snemma á eósen - okkar daga | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Hnúfubakur stekkur
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Undirættbálkar | ||||||||||
|
Hvalir (fræðiheiti: Cetacea) eru ættbálkur spendýra sem samanstendur af stórhvelum, höfrungum og hnísum. Hvalir er sá ættbálkur spendýra sem best er aðlagaður til sjávarlífs en hvalirnir hafa aðlagast lífinu í sjónum fullkomlega og eru að engu leyti háðir landi.[1]
Ættbálkur hvala telur yfir áttatíu tegundir sem skiptast í tvo undirættbálka: skíðishvali og tannhvali, en til tannhvala teljast bæði höfrungar og hnísur. Talið er að undirættbálkarnir hafi byrjað að greinast að fyrir 34 milljónum ára.[2]