Hvalir

Hvalir
Tímabil steingervinga: Snemma á eósen - okkar daga
Hnúfubakur stekkur
Hnúfubakur stekkur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Cetacea
Brisson, 1762
Undirættbálkar

Hvalir (fræðiheitiCetacea) eru ættbálkur spendýra sem samanstendur af stórhvelum, höfrungum og hnísum. Hvalir er sá ættbálkur spendýra sem best er aðlagaður til sjávarlífs en hvalirnir hafa aðlagast lífinu í sjónum fullkomlega og eru að engu leyti háðir landi.[1]

Ættbálkur hvala telur yfir áttatíu tegundir sem skiptast í tvo undirættbálka: skíðishvali og tannhvali, en til tannhvala teljast bæði höfrungar og hnísur. Talið er að undirættbálkarnir hafi byrjað að greinast að fyrir 34 milljónum ára.[2]

  1. Ásbjörn Björgvinsson og Helmut Lugmayr.(2002). Hvalaskoðun við Ísland. Reykjavík: JPV Útgáfa
  2. „Whale“. Wikipedia.org, 27. September 2015. Sótt þann 3. Október 2015 af https://en.wikipedia.orgview_html.php?sq=Facebook&lang=is&q=Whale

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne