Hymir er jötunn í norrænni goðafræði. Í Hymiskviðu er Hymir sagður faðir Týs,[1] en í Skáldskaparmálum er Óðinn sagður faðir Týs.[2]
Hymiskviða fjallar um þegar æsir ætluðu að halda veislu og þurftu svo stóran ketil að hann fékkst eingöngu hjá Hymi. Fóru Þór og Týr og áttu róstursama ferð með veiði á Miðgarðsormi meðal ævintýra, en fengu ketilinn. Á leiðinni til baka stoppuðu þeir hjá jötninum Agli og börn hans, Þjálfi og Röskva, ráðin sem þjónustufólk.[3]
Styttri útgáfa af ævintýrinu er í Gylfaginningu.[4]