IBM

International Business Machines
Rekstrarform Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði
Stofnað 16. júni 1911 (sem Computing-Tabulating-Recording Company) í Endicott, New York, Banaríkjunum, einn forveri þess Bundy Manufacturing Company frá 1889)
Staðsetning Fáni Bandaríkjana Armonk, New York
Lykilpersónur Arvind Krishna forstjóri (chairman & CEO),
Gary Cohn (vice chairman)
Starfsemi Tölvar, netþjónar
Vefsíða www.ibm.com

International Business Machines Corporation, almennt kallað IBM (oft kallað „Big Blue“ í heimalandinu), NYSEIBM) er bandarískt alþjóðlegt tæknifyrirtæki og ráðgjafarfyrirtæki (keypti t.d. PwC Consulting), með höfuðstöðvar í Armonk, New York sem starfar í yfir 175 löndum. Það er opinbert fyrirtæki og eitt af 30 fyrirtækjum í Dow Jones-vísitölunni e. Dow Jones Industrial Average. IBM er stærsta iðnaðarrannsóknarstofnun í heiminum, með 19 rannsóknarstöðvar í tugum landa, sem hefur átt metið í fjölda bandarískra einkaleyfa á hverju ári 29 ár í röð frá 1993 til 2021.

Útibú IBM á Íslandi[1] var til frá 1967 til ársins 1992 þegar það var lagt niður eða varð að fyrirtækinu Nýherja (sem hélt áfram starfsemi í sama húsi í Skaptahlíð við að selja IBM vörur og þjónusta; Nýherji flutti síðar þaðan, Landsspítalinn notar nú það hús, og Nýherji sameinaðist síðar Applicon og TM Software og Origo Ísland er nú í Borgartúni).

IBM er þekktast fyrir að selja tölvur, líka á Íslandi (sumar byggðar á eigin örgjörvum eða hönnun að öðru leyti), þar á meðal fartölvur, ThinkPad (fyrsta og lengi vel eina sem var leyfð og notuð í alþjóðlegu geimstöðinni ISS), og netþjóna, en framleiðslan (sú sem byggir öll á x86) var seld við Lenovo.

Bandaríska IBM var stofnað árið 1911 sem Computing-Tabulating-Recording Company (CTR), eignarhaldsfélag framleiðenda skráningar- og mælikerfa. Það var endurnefnt „International Business Machines” árið 1924 og varð fljótlega leiðandi framleiðandi véla fyrir gataspöld (e. punch-card tabulating systems). Á sjöunda og áttunda áratugnum var IBM stórtölvan (e. IBM mainframe), dæmigerð með System/360, ríkjandi tölvuvettvangur (e. computing platform) heimsins, þar sem fyrirtækið framleiddi 80 prósent af tölvum í Bandaríkjunum og 70 prósent af tölvum um allan heim.

IBM hóf frumraun sína á örtölvumarkaði árið 1981 með IBM Personal Computer einkatölvunni – DOS hugbúnaður tölvunnar kom frá Microsoft – sem varð grundvöllur (e. de facto standard) meirihluta einkatölva til dagsins í dag. Frá því á tíunda áratugnum hefur IBM einbeitt sér að tölvuþjónustu, hugbúnaði, ofurtölvum og vísindarannsóknum; það seldi örtölvudeild sína til Lenovo árið 2005. IBM heldur áfram að þróa stórtölvur og ofurtölvur þess hafa stöðugt verið meðal þeirra öflugustu í heiminum á 21. öldinni.

Sem eitt elsta og stærsta tæknifyrirtæki heims hefur IBM staðið fyrir nokkrum tækninýjungum, þar á meðal hraðbankanum, e. Automated Teller Machine (ATM), minni fyrir tölvur, þ.e. e. Dynamic Random-Access Memory (DRAM), disklingnum, e. floppy disk, harða diskinum, segulröndinni (líkt og á kreditkortum), venslagagnagrunninum, SQL málið og Universal Product Code (UPC) strikamerkið (sem varð svo grunnur að alþjóðlega strikakerkinu með einum auka tölustaf). Fyrirtækið hefur náð árangri í háþróuðum tölvukubbum, skammtatölvum (e. quantum computers), gervigreind, e. AI, og gagnainnviðum, e. data infrastructure). Starfsmenn og fyrrum starfsmenn IBM hafa unnið ýmsar viðurkenningar fyrir vísindarannsóknir sínar og uppfinningar, þar á meðal sex Nóbelsverðlaun og sex Turing-verðlaun. Margir starsmenn eru nú frægir á öðrum vetvangi, t.d. Tim Cook sem núverandi forstjóri Apple.

  1. althingi.is: Ólafur Jóhannesson: Svar við fyrirspurn - 104. mál, starfsemi IBM hér á landi – 17. feb 1976

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne