Alþjóðleg herferð til afnáms kjarnavopna | |
---|---|
![]() | |
Skammstöfun | ICAN |
Stofnun | 2007 |
Höfuðstöðvar | ![]() |
Meðlimir | 468 aðildarfélög í 101 landi |
Framkvæmdastjóri | Beatrice Fihn |
Vefsíða | www.icanw.org |
ICAN eða International Campaign to Abolish Nuclear Weapons (Alþjóðleg herferð til afnáms kjarnavopna á íslensku) eru alþjóðleg regnhlífarsamtök friðar- og afvopnunarsinna sem stofnuð voru árið 2007 til að beita sér fyrir banni við kjarnorkuvopnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Baráttan skilaði sér með samþykkt sáttmálans um bann við kjarnavopnum sumarið 2017. Fyrir þátt sinn í því máli hlutu samtökin Friðarverðlaun Nóbels sama ár.[1]