ICAN

Alþjóðleg her­ferð til af­náms kjarna­vopna
SkammstöfunICAN
Stofnun2007; fyrir 18 árum (2007)
HöfuðstöðvarFáni Sviss Genf, Sviss
Meðlimir468 aðildarfélög í 101 landi
FramkvæmdastjóriBeatrice Fihn
Vefsíðawww.icanw.org

ICAN eða International Campaign to Abolish Nuclear Weapons (Alþjóðleg her­ferð til af­náms kjarna­vopna á íslensku) eru alþjóðleg regnhlífarsamtök friðar- og afvopnunarsinna sem stofnuð voru árið 2007 til að beita sér fyrir banni við kjarnorkuvopnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Baráttan skilaði sér með samþykkt sáttmálans um bann við kjarnavopnum sumarið 2017. Fyrir þátt sinn í því máli hlutu samtökin Friðarverðlaun Nóbels sama ár.[1]

  1. „ICAN hljóta friðar­verðlaun Nó­bels“. mbl.is. 6. október 2017. Sótt 18. janúar 2018.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne