iPod er lína stafrænna tónlistarspilara, sem hannaðir eru og markaðssettir af Apple. iPod hefur einfalt notendaviðmót, sem hannað er í kringum miðlægt skrunhjól (undantekning er þó iPod shuffle og iPod Touch). iPod classic geymir gögn á hörðum diski, en smærri gerðirnar, iPod shuffle, iPod nano og iPod touch, geyma gögnin í flash-minni.
Eins og flestir stafrænir tónlistarspilarar getur iPod einnig nýst sem gagnageymslutæki.