ISO 4217

ISO 4217 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir þriggja stafa kóða gjaldmiðla og er gefinn út af Alþjóðlegu staðlastofnuninni.

ISO 4217 kóðar eru í almennri notkun af bönkum og kaupsýslu yfir allan heim. Í mörgum löndum eru kóðar algengra gjaldmiðla það vel þekktir að þegar gengi þeirra er birt, í blöðum og af bönkum, er einungis notast við þessa kóða (í stað þess að þýða nöfn þeirra eða notast við tvíræð gjaldeyrismerki).


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne