il Giornale er sjöunda stærsta dagblað Ítaliu, gefið út í Mílanó. Ritstjóri er Alessandro Sallusti. Einkunarorð blaðsins að minnsta kosti nú um mundir eru "40 ANNI CONTRO IL CORO" sem þýðist sem í fjörtíu ár gegn kórnum en blaðið er einmitt rúmlega fertugt, stofnað 1974.
Það er í megineigu Silvio Berlusconi í gegnum eignarhaldsfélagið Fininvest sem á 58.3% í blaðinu. Fininvest er stýrt af Marina Berlusconi, elstu dóttur Silvio Berlusconi og heldur utan um auk il Giornale ýmis önnur stór fyrirtæki svo sem AC Milan og ýmsar sjónvarpstöðvar.